spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNjarðvíkingar freista þess að sópa grönnum sínum úr úrslitakeppninni

Njarðvíkingar freista þess að sópa grönnum sínum úr úrslitakeppninni

Njarðvík lagði Keflavík í Blue höllinni í kvöld í öðrum leik undanúrslita Bónus deildar kvenna, 73-76.

Með sigrinum fer Njarðvík í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, en Njarðvík tekst þó að vera skrefinu á undan, leiða með sex stigum að fyrsta leikhluta loknum, 21-27. Undir lok seinni hálfleiksins gera heimakonur vel að missa gestina úr Njarðvík ekki lengra frá sér og munar aðeins tveimur stigum á liðunum í hálfleik, 44-46.

Lengst af helst forysta Njarðvíkur í kringum fimm stig í seinni hálfleiknum og voru lokamínúturnar því æsispennandi. Heimakonum tekst þó aldrei að jafna eða komast yfir á lokasprettinum, þó þær hafi fengið mýmörg tækifæri til þess. Að lokum vinnu Njarðvík leikinn með þremur stigum, 73-76.

Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Jasmine Dickey með 26 stig, 15 fráköst og Sara Rún Hinriksdóttir með 18 stig og 4 fráköst.

Fyrir Njarðvík voru tvíburaturnarnir atkvæðamestir, Paulina Hersler með 21 stig, 7 fráköst og Emilie Hesseldal með 12 stig, 16 fráköst og 6 stolna bolta.

Njarðvík eygir þess von að sópa Íslandsmeisturum Keflavíkur úr leik í næsta leik liðanna, en hann fer fram í IceMar höllinni komandi sunnudag 27. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -