spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvíkingar enn taplausir

Njarðvíkingar enn taplausir

Njarðvík sigraði Þór í kvöld með 90 stigum gegn 80 í annarri umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn eru Njarðvík því á toppi deildarinnar, með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjunum á meðan að Þór er við botninn, enn án sigurs.

Gangur leiks

Það voru heimamenn í Þór sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-18. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þeir svo við þá forystu, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þeir 5 stigum yfir, 43-38.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu gestirnir úr Njarðvík vel að missa Þórsara ekki lengra frá sér. Ná að jafna leikinn fyrir lokaleikhlutann, 64-64. Í honum gerði Njarðvík svo það sem þurfti til þess að sigla nokkuð öruggum 10 stiga sigri í höfn 80-90.

Hetjan

Mario Matasovic var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur í kvöld, skoraði 20 stig og tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Fyrir heimamenn var það Nicolas Tomsick sem dróg vagninn með 27 stigum og 11 stoðsendingum á um 38 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -