9:41
{mosimage}
Deildarmeistarar Njarðvíkur
Fjórir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í dag. Njarðvíkingar taka á móti Haukum og fá Njarðvíkingar afhentan bikarinn fyrir deildarmeistaratitilinn sem þeir tryggðu sér á dögunum. Að tilefni þess hafa Njarðvíkingar ákveðið að bjóð frítt á leikinn. Sigri Njarðvíkingar senda þeir Hauka endanlega niður um deild.
Í Hveragerði taka heimamenn í Hamar/Selfoss á móti Fjölni. Heimamenn eru í baráttu við Tindastól um áttunda sætið og sigur er þeim því mikilvægur. Fjölnismenn eru jafnframt í harðri baráttu á botninum en þeir verða án Harðar Axels Vilhjálmssonar sem er í leikbanni í kvöld.
ÍR tekur á móti Þór Þ í Seljaskólanum en með sigri í kvöld tryggja þeir sér endanlega 7. sætið en Þór er enn að berjast við fallið en á jafnframt enn tölfræðilega möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Í Stykkishólmi er toppleikur Snæfells og Skallagríms en með meira en 6 stiga sigri getur Snæfell komist upp fyrir Skallagrím.
Það er því ljóst að það er barátta á öllum vístöðum í kvöld en allir leikirnir hefjast klukkan 19:15
Mynd: www.umfn.is/korfubolti