spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar auðveldlega í 16 liða úrslit

Njarðvíkingar auðveldlega í 16 liða úrslit

 Njarðvíkingar tryggðu sig áfram í Powerade bikarnum nú í kvöld með sigri á B-liði þeirra Keflvíkinga sem að megninu til er skipað liðsmönnum úr Hraðlestinni sálugu.  Svo fór eins og kannski flestir bjuggust við að Njarðvíkingar sigruðu leikinn nokkuð auðveldlega 130:64.  Njarðvíkingar tóku sér enga sénsa í þessum leik og spiluðu að ágætis krafti framan af leik.  Gaman að var að sjá til all flestra leikmanna Keflavíkur aftur á parketinu þar sem þeir virtust þrátt fyrir stórtap skemmta sér ágætlega og sýndu þeir þeim fjölmörgu áhorfendum sem mættu í Toyotahöllina gamla takta sem virðast gleymast seint. 
Elentínus Margeirsson einn af ungviðunum í liði Keflavíkur var stigahæstur þeirra með 15 stig og næstur honum var baráttuhundurinn Albert Óskarsson sem setti niður 13 punkta ásamt því að rífa niður 7 fráköst. 
 
Aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins var Guðmundur Steinarsson og er þetta ekki fyrsta skiptið sem hann sést á bekknum hjá körfuknattleiksliði Keflavíkur í vetur. Þykir þetta renna skotheldum stoðum undir það að hann ætli sér eitthvað annað en að spila knattspyrnu næsta sumar.  Viðtal við Guðmund má sjá á Karfan TV
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -