spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar ákveðnari á lokasprettinum

Njarðvíkingar ákveðnari á lokasprettinum

23:18 

{mosimage}

 

 

 (Jeb Ivey gerði 25 stig fyrir Njarðvík í kvöld)

 

 

Brenton Birmingham opnaði viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur með því að verja skot frá Páli Axeli og setja svo strax á hinum endanum þriggja stiga körfu. Í kjölfarið fór af stað skemmtilegur og spennandi leikur sem Njarðvíkingar unnu á endanum 87-76 en heimamenn reyndust grimmari á lokasprettinum eftir fjörugan leik.

 

Njarðvíkingar komust snemma í 17-5 en þá skelltu Grindvíkingar í lás með fínni svæðisvörn sem Njarðvíkingar áttu bágt með að leysa og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 20-20.

 

Páll Axel Vilbergsson drottnaði svo yfir öðrum leikhluta er hann sallaði niður hverri þriggja stiga körfunni á fætur annarri og kveikti vel í sínum mönnum. Í stöðunni 25-28 fyrir Grindavík stungu þeir gulu af og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 32-47 og áttu Njarðvíkingar engin svör við frábærum leik Grindvíkinga.

 

 

{mosimage}

 

Njarðvíkingar gerðu fyrstu 11 stigin í síðari hálfleik og breyttu stöðunni í 43-47 og góður annar leikhluti hjá Grindavík því farinn fyrir lítið. Brenton Birmingham jafnaði svo metin í 51-51 þegar 4 mínútur voru til loka leikhlutans. Eftir það skiptust liðin á því að skora en gengu jöfn, 60-60, inn í fjórða og síðasta leikhlutann.

 

Friðrik Stefánsson kom Njarðvík í 62-60 og skömmu síðar setti Guðmundur Jónsson niður þriggja stiga körfu fyrir Njarðvík og staðan því 65-60 en Grindvíkingar voru ekki af baki dottnir og minnkuðu muninn í 69-67 með þriggja stiga körfu frá Þorleifi Ólafssyni. Þegar rétt rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka þurfti Steven Thomas að halda á tréverkið með sína fimmtu villu. Við brotthvarf Thomas urðu Grindvíkingar veikari fyrir undir körfunni og Njarðvíkingar gengu á lagið.

 

 

{mosimage}

 

Það sem eftir lifði leikhlutans reyndust Njarðvíkingar sterkari og kláruðu leikinn 87-76. Jeb Ivey var stigahæstur í Njarðvíkurliðinu með 25 stig en Páll Axel Vilbergsson gerði einnig 25 stig í leiknum fyrir Grindavík.

 

Friðrik Stefánsson átti einnig prýðisgott kvöld með 18 stig og 17 fráköst hjá Njarðvíkingum. Daninn Adam Darboe á örugglega eftir að reynast Grindavík vel í leikstjórnandastöðunni í vetur en hann gerði 8 stig í leiknum og gaf 10 fráköst. Leikstjórnandi af gamla skólanum, leitar fremur uppi samherja sína en að skora mikið. Darboe tók einnig 9 fráköst í leiknum.

 

Tölfræði leiksins

 

Myndir: [email protected]  og Þorgils Jónsson

 

 

{mosimage}

 

 

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -