Bikarmeistarar Njarðvíkur og Stjarnan mættust í kvöld í fyrstu rimmu sinni í 8 liða úrslitum Bónusdeildar kvenna. Fyrirfram Njarðvíkurstúlkur töluvert líklegri til afreka og fór leikurinn í kvöldið að mestu eftir bókinni. Njarðvík hafði 84:75 sigur gegn baráttuglöðu liði gestanna úr Garðabænum.
Njarðvík hóf leik af krafti þó að fyrstu 5 mínútur leiksins hafi verið nokkuð jafnar. Seint í fyrsta leikhluta tóku svo Njarðvík af skarið og skildu við með 11 stiga forystu eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Í öðrum leikhluta hinsvegar snéru gestirnir leiknum sér í hag. Þær spiluðu gríðarlega öflugan varnarleik sem sló þær grænklæddu örlítið út af laginu. Gamla klysjan um að með góðri vörn fylgi nokkuð auðveldur sóknarleikur sannaði sig einmitt á þessum mínútum og aðeins 2 stig sem skildu liðin í hálfleik.
Það var hinsvegar þriðji leikhluta þar sem að Njarðvík lagði grunninn að sigri sínum og þó hinsvegar á stundum mátti það tæpt standa að Stjarnan kæmi sér í stöðu til að stela sigrinum. Svo fór hinsvegar ekki og Njarðvík rann í hlað með sigur í fyrsta leik einvígisins.
Brittany Dinkins að vanda stigahæst hjá Njarðvík með 23 stig þetta kvöldið og næst henni var Paulina Hersler með 22 stig. Hjá Stjörnunni var það Diljá Ögn sem skoraði 24 stig.
Þessi viðureign var fínn forsmekkur af þessari rimmu því það var margt í leik Stjörnunnar sem segir manni að þær geti vel velgt bikarmeisturunum undir uggum og vel það. Barátta þeirra til fyrirmyndar allt til loka leiks en á endanum var það líkast til gæði og örlítið meiri reynsla liðs Njarðvíkur sem reið baggamuninn. Njarðvík fannst manni gera akkúrat það sem þurfti til að sækja sigurinn þetta kvöldið og ekkert meira. Þær fengu vissulega högg í síðuna þetta kvöldið sem þær áttu jafnvel ekkert von á frá ungu liði Stjörnunnar. Jákvætt að ganga frá slíkum leik með sigur en þær þurfa líkast til að gefa meira í fyrir næsta leik.
Augljóst að úrslitakeppinn er byrjuð því ögn meiri harka var leyfð þetta kvöldið en passa þarf hisnvegar að harkan gangi ekki á og skyggi á góðan körfuknattleik.