Njarðvík hafði betur gegn Fjölni í 7. umferð Subway deild kvenna í Dalhúsum í kvöld, 61-76.
Njarðvík er eftir leikinn í 2.-4. sæti deildarinnar með fimm sigra og tvö töp á meðan að Fjölnir er í 8. sætinu með tvo sigra og fimm töp.
Það voru Fjölniskonur sem byrjuðu miklu betur. Njarðvík var bara ekki mætt til leiks fyrr en leikhlutinn vara hálfnaður og fengu sín fyrstu stig í stöðunni 10-2. Fjölnir hélt uppteknum hætti og leiddi allan fyrir hálfleikinn endaði í stöðunni 55-50.
Það fór um heimamenn þegar þeirra besta kona, Raquel sneri sig illa í lok fyrri hálfleiks og þurfti aðhynningu. Sem betur fer reyndust meiðslin ekki alvarleg og hún kom inn á í þriðja leikhluta en spilaði ekki á fullri ferð. Njarðvíkurkonur komu mjög ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og tókst loks að komast yfir um miðjan þriðja leikhluta.
Liðin skiptust síðan á að leiða og munurinn aldrei nema örfá stig. Það var síðan í fjórða leikhluta að gestirnir settu í flug gír og byggðu upp gott forskot hægt og sígandi sem þær héldu út til leiksloka.
Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Raquel Laneiro með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.
Fyrir Njarðvík var það Tynice Martin sem dró vagninn með 17 stigum og 7 fráköstum.