spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNjarðvík sópaði Grindavík í sumarfrí

Njarðvík sópaði Grindavík í sumarfrí

Njarðvík lagði Grindavík í þriðja skiptið í röð í Smáranum í kvöld í undanúrslitum Subway deildar kvenna. Hafa þær því tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið, 3-0. Þar sem þær munu mæta sigurvegara einvígis Keflavíkur og Stjörnunnar, en Keflavík leiðir þar 2-1.

Leikurinn var nokkuð jafn á upphafsmínútunum og eftir fyrsta leikhluta munaði aðeins tveimur stigum á liðunum, 18-20. Heimakonur í Grindavík ná svo að vera skrefinu á undan undir lok fyrri hálfleiksins, þar sem munurinn er fimm stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 41-36.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Grindavík að láta kné fylgja kviði og leiða þær mest með níu stigum í þriðja leikhlutanum. Undir lok fjórðungsins nær Njarðvík þó góðu áhlaupi og forystunni á nýjan leik fyrir lokaleikhlutann, 56-58. Í þeim fjórða bætir Njarðvík enn í og er leikurinn ekkert sérstaklega jafn undir lokin. Niðurstaðan, þrettán stiga sigur Njarðvíkur, 69-82.

Atkvæðamestar fyrir Njarðvík í leiknum voru Selena Lott með 23 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og Isabella Ósk Sigurðardóttir með 15 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var Danielle Rodriguez atkvæðamest með 18 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Sarah Sofie Mortensen með 23 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiks

Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta

Fréttir
- Auglýsing -