spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvík skellti Stjörnunni í síðasta leik fyrir bikarvikuna

Njarðvík skellti Stjörnunni í síðasta leik fyrir bikarvikuna

Njarðvík komst í kvöld að nýju upp í 2. sæti Subway-deildar kvenna með öruggum sigri á Stjörnunni. Njarðvík jafnaði þar með Grindavík að stigum þar sem bæði lið hafa 30 stig í 2.-3. sæti deildarinnar en Njarðvík með betri innbyrðis stöðu. Lokatölur í Ljónagryfjunni í kvöld voru 99-72.

Ísold Sævarsdóttir var ekki með Stjörnunni í kvöld vegna meiðsla og munaði um minna fyrir Garðbæinga. Hjá Njarðvíkingum var Isabella Ósk einnig fjarverandi vegna meiðsla.

Njarðvík leiddi 28-17 eftir fyrsta leikhluta þar sem Jana Falsdóttir var í stuði með 9 stig en alls sjö leikmenn Njarðvíkurliðsins komust á blað í fyrsta leikhluta. Stjörnuvörnin illa áttuð í upphafi leiks en Kolbrún María með 5 stig í liði gestanna eftir upphafsleikhlutann.

Ljónynjur opnuðu annan leikhluta með 7-0 dembu og leiddu því 35-17 áður en gestirnir náðu að svara. Sami taktur og frá fyrsta leikhluta hélt sér og Njarðvík leiddi l54-35 í hálfleik. Jana komin í 15 stig hjá Njarðvík og Selena 12 en Kolbrún áfram beittust sóknarlega hjá Stjörnunni með 12 stig.

Garðbæingar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 59-50 eftir liðlega sex mínútna leik í þriðja leikhluta. Allt annar og betri varnarleikur hjá Stjörnunni en fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Stjarnan gerði vel og vann leikhlutann 23-19 en Selena Lott lokaði honum fyrir Njarðvík með flautuþrist og heimakonur leiddu því 73-58 fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Strax í upphafi fjórða leikhluta var ljóst að hin huggulega endurkomurilraun Stjörnunnar frá þriðja leikhluta var komin á endastöð. Njarðvík byrjaði fjórða 19-8 og leiddi 92-66 og lokatölur reyndust svo 99-72.

Selena Lott gerði 26 stig fyrir Njarðvík í kvöld og Jana Falsdóttir bætti við 21 stigi. Hjá Stjörnunni var Kolbrún Ósk með 18 stig og Denia 12.

Tölfræði leiksins

Gangur leiksins:

6-7, 28-17

44-22, 54-35

59-47, 73-58

88-66, 99-72

Fréttir
- Auglýsing -