Njarðvík er sigurvegari á Pétursmótinu 2018 eftir 82-69 sigur á KR í úrslitaleik mótsins. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af leik en Njarðvíkingar slitu sig frá í þriðja leikhluta og lönduðu öruggum sigri í leiknum.
Jeb Ivey og Kristinn Pálsson voru fjarverandi í liði Njarðvíkinga en Jón Arnór Stefánsson var mættur í búning hjá KR en kom ekki við sögu í leiknum.
Þegar þetta er ritað er nýhafin viðureign Keflavíkur og Grindavíkur um 3. sætið í mótinu.
Mynd/ Logi Gunnarsson tekur við sigurlaunum Njarðvíkinga á Pétursmótinu.