Njarðvík lagði Þór í Höllinni á Akureyri í kvöld í 5. umferð Subway deildar kvenna, 65-78.
Eftir leikinn er Njarðvík með fjóra sigra og eitt tap á meðan að Þór er með tv sigra og þrjú töp eftir fyrstu fimm umferðirnar.
Atkvæðamestar fyrir nýliða Þórs í leiknum voru Madison Sutton með 13 stig, 18 fráköst og Lore Devos með 21 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.
Fyrir Njarðvík var það Emilie Hesseldal sem dró vagninn með 15 stigum, 19 fráköstum, 5 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og þá bætti Tynice Martin við 20 stigum, 7 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.
Næst á Þór leik komandi þriðjudag 24. október gegn Breiðablik í Smáranum á meðan að Njarðvík leikur degi seinna heima gegn Stjörnunni.