spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvík semur við þrjá unga leikmenn

Njarðvík semur við þrjá unga leikmenn

Mikael Máni Möller, Guðjón Logi Sigfússon og Kristofer Mikael Hearn hafa allir þrír samið við Njarðvík fyrir komandi leiktíð í Bónusdeild karla.

Allir eru leikmennirnir uppaldir Njarðvíkingar og við það að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins, en þeir munu einnig leika fyrir ungmennaflokk þeirra á næstu leiktíð.

„Það er mikilvægt að vera með stóran og góðan æfingahóp í meistaraflokki sem og sterkan ungmennaflokk en allir þessir piltar munu fá að spreyta sig á báðum vígstöðum. Við erum með fjölmennan hóp ungra leikmanna sem munu í vetur og á næstu árum gera sterkt tilkall í að komast í Njarðvíkurbúninginn,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari meistaraflokks karla og Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur tók í ekki ósvipaðan streng „Bæði ég og Rúnar þekkjum það sjálfir sem fyrrum leikmenn hversu mikilvægt það er að hvetja strákana áfram, jafnvel ýta þeim áfram og undirbúa þá fyrir áskoranir í úrvalsdeildinni. Við í Njarðvík höfum í gegnum áratugina verið ófeimin við að tefla fram okkar ungu leikmönnum og munum halda áfram að gera það.”

Guðjón Logi
Krisófer
Mikael Máni
Fréttir
- Auglýsing -