Njarðvík samdi nýverið við átta unga og efnilega leikmenn í félaginu fyrir komandi verkefni í Subway-deild kvenna og 12. flokki kvenna tímabilið 2024-2025.
Einar Árni Jóhannsson nýráðinn þjálfari liðsins sagði það mikilvægt fyrir félagið að hlúa vel að ungum leikmönnum og færa þeim áskoranir við hæfi. Nú þegar á mála hjá félaginu eru tvíburarnir Anna og Lára Ásgeirsdætur sem og Krista Gló Magnúsdóttir. „Anna, Lára og Krista eru auðvitað þekktar stærðir hjá okkur og við ætlumst til mikils af þeim og þá bíðum við einnig öll spennt eftir því að gefa þessum ungu og efnilegum leikmönnum tækifæri á stóra sviðinu,“ sagði Einar Árni.
Þeir leikmenn sem sömdu við félagið um helgina eru Erna Ósk Snorradóttir, Veiga Dís Halldórsdóttir, Ysamin Petra Younesdóttir, Hulda María Agnarsdóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir, Ásta María Arnardóttir, Hólmfríður Eyja Jónsdóttir og Sara Björk Logadóttir. Allar gerðu þær þriggja ára samning við Njarðvík. Þónokkrar af þessum leikmönnum fengu að spreyta sig í Subway-deildinni á síðustu leiktíð.
Nánar á heimasíðu Njarðvíkinga