spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvík pakkaði Þór Akureyri saman

Njarðvík pakkaði Þór Akureyri saman

Njarðvíkingar tóku á móti Þór Akureyri í kvöld í Njarðtaksgryfjunni. Njarðvíkingar byrjuðu betur en Kristinn Pálsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrstu 9 stig leiksins. Þórsarar komust svo af stað og leikhlutinn var jafn og skemmtilegur. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25 – 18.
Njarðvíkingar voru miklu betri framan af öðrum leikhluta og bættu bara og bættu í forystu sína. Munaði þar sérstaklega mikið um þristana sem Njarðvíkingar röðuðu niður en eftir 16 mínútna leik voru Najarðvíkingar með 7 af 10 í þristum meðan Þórsarar voru 0 af 7. Staðan í hálfleik 60 – 33.
Ekkert gekk hjá gestunum að reyna ná áhlaupi gegn ferskum heimamönnum sem heéldu áfram að bæta við forystu sína framan af þriðja leikhluta. Það varð ljóst hverjir færu með sigur í leiknum eftir því sem leið á leikhlutann. Staðan eftir þriðja leikhluta 91 – 50.
Það var ekkert að frétta af Þórsurum í fjórða leikhluta. Algjör uppgjöf á móti rólegum heimamönnum sem bættu við forystuna hægt og rólega. Það tók Þórsara 9 mínútur að setja stig í leikhlutanum! Lokatölur 113 – 52.

Byrjunarlið:
Njarðvík: Kristinn Pálsson, Jón Arnór Sverrisson, Maciek Baginski, Mario Matasovic og Wayne Ernest Martin Jr.
Þór Akureyri: Erlendur Ágúst Stefánsson, Jamal Marcel Palmer, Hansel Giovanny Atencia Suarez, Pablo Hernandez Montenegro og Mantas Virbalas.

Hetjan:
Njarðvíkingar spiluðu allir mjög vel. Það virtist engu skipta hver var inn á vellinum. Allir voru heitir, allir voru að hitta og það gekk allt upp! Kristinn Pálsson startaði kvöldinu með þristasýningu og átti sinn besta leik í vetur. Wayne Ernest Martin var einnig góður!

Kjarninn:
Andlausir Þórsarar mættu ekki til leiks í kvöld eftir fyrsta leikhluta og eru enn án sigurs í deildinni. Hansel sem öllu jafna skorar mest fyrir Þórsara var stigalaus fram á síðustu mínútu í kvöld, þegar hann setti eina körfu. Aðrir skiluðu einhverju en ekki nóg. Njarðvíkingar hins vegar voru að spila einstaklega vel bæði í sókn og vörn. Hittu vel og gjörsamlega gengu yfir gestina á skítugum skónum!

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -