22:24
Það verða Njarðvík og Snæfell sem mætast í úrslitum Reykjanes Cup Invitational en Keflavík vann Stjörnuna 84-68 í lokaleiknum í kvöld. Það þýðir að Njarðvík, Keflavík og Stjarnan eru öll jöfn að stigum og hefur Njarðvík best innbyrðis.
Keflvíkingar byrjuðu betur í kvöld og voru komnir með 10 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 7 stig í hálfleik og svo bættu þeir hægt og bítandi í það sem eftir lifði leiks.
Hörður Axel Vilhjálmsson var atkvæðamestur Keflvíkinga með 28 stig auk þess að gefa 5 stoðsendingar, Sigurður Þorsteinsson kom næstur honum með 18 stig auk þess að taka 14 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.
Jovan Zdravevski skoraði 18 stig fyrir Stjörnuna en Kjartan Atli Kjartansson skoraði 13, þá má geta þess að Magnús Helgason tók 10 fráköst og Justin Shouse gaf 6 stoðsendingar.
Það er því ljóst hvaða lið mætast á morgun í Keflavík.
Í leiknum um 5. sætið mætast Breiðablik og Stjarnan
Í leiknum um 3. sætið mætast Keflavík og Grindavík
og í úrslitaleiknum mætast Snæfell og Njarðvík.
Mynd: www.skagafjordur.com
<!–[if !supportLineBreakNewLine]–>
<!–[endif]–>