spot_img
HomeBónus deildinNjarðvík og KR leika til úrslita á Pétursmótinu í dag

Njarðvík og KR leika til úrslita á Pétursmótinu í dag

Pétursmótinu lýkur í dag með tveimur leikjum í íþróttahúsinu í Keflavík. Fyrsti leikur dagsins hefst kl. 14:00 og er úrslitaleikur mótsins þegar KR og Njarðvík mætast en bæði lið hafa unnið sínar viðureignir gegn Keflavík og Grindavík.

Bronsleikurinn er viðureign heimamanna í Keflavík gegn Grindavík en sá leikur hefst kl. 16:00 og er síðasti leikur mótsins.

Mynd/ Logi Gunnarsson og Njarðvíkingar spila til úrslita á Pétursmótinu í dag gegn KR kl. 14:00.

Fréttir
- Auglýsing -