19:30
{mosimage}
(Heimakletturinn Friðrik hélt uppteknum hætti en það dugði skammt fyrir Njarðvíkinga)
Íslandsmeistarar Njarðvíkur og Keflavík töpuðu bæði leikjum sínum í Evrópukeppninni en báðum leikjunum lauk fyrir skemmstu. Njarðvíkingar voru kjöldregnir af Cherkaski Mavpy 114-73. Keflvíkingar urðu að sætta sig við 15 stiga ósigur gegn BC Dnipro 93-78.
Njarðvíkingar voru þremur stigum undir að loknum fyrsta leikhluta 24-21 en leikur þeirra hrundi til grunna í öðrum leikhluta þar sem Cherkski gerðu 30 stig á móti 10 frá Njarðvík. Síðasta leikhluta lauk svo 35-16 fyrir heimamenn og stórsigur Cherkaski í höfn 114-73. Friðrik Stefánsson gerði 22 stig og tók 11 fráköst hjá Njarðvíkingum.
Keflvíkingar voru öllu ferskari en nágrannar sínir í kvöld en Tim Ellis fór fyrir Keflavík með 25 stig í leiknum. Dnipro tókst þó að halda Keflvíkingum í skefjum og landa 15 stiga sigri. Thomas Soltau, Daninn hjá Keflavík, var næst stigahæstur hjá Keflvíkingum með 19 stig og 7 fráköst.