spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNjarðvík náði í tvö stig í Smárann

Njarðvík náði í tvö stig í Smárann

Njarðvík lagði Breiðablik í Smáranum í kvöld í 6. umferð Subway deildar karla, 93-99.

Eftir leikinn er Njarðvík í 1.-7. sæti deildarinnar með 4 sigra og 2 töp á meðan að Breiðablik situr enn í 11.-12. sætinu án sigurs eftir fyrstu 6 umferðirnar.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Snorri Vignisson með 29 stig og 10 fráköst. Þá bætti Keith Jordan við 22 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir Njarðvík voru atkvæðamestir Dominykas Milka með 25 stig, 16 fráköst og Chaz Williams með 30 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -