Einn leikur fór fram í Reykjanesmóti karla í kvöld þegar Njarðvík lagði Grindavík 87-83 í Ljónagryfjunni. Framan af fjórða leikhluta stefndi allt í öruggan Njarðvíkursigur en Grindvíkingum tókst að komast yfir 82-83 en Njarðvíkingar skoruðu fimm síðustu stig leiksins.
Jeron Belin gerði 33 stig og tók 3 fráköst í Njarðvíkurliðinu og Elvar Már Friðriksson bætti við 19 stigum og 5 fráköstum. Hjá Grindavík var Jóhann Árni Ólafsson með 17 stig og þeir Sammy Zeglinski, Aaron Broussard og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru allir með 16 stig.
Mynd/ Úr safni: Elvar Már Friðriksson í leik gegn Haukum á dögunum en hann setti 19 stig fyrir Njarðvík í kvöld.