spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNjarðvík lagði Grindavík í nýliðaslagnum

Njarðvík lagði Grindavík í nýliðaslagnum

Liðin sem börðust um deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í sumar, Grindavík og Njarðvík, áttust við í þriðju umferð Subway-deildarinnar í kvöld í Grindavík.  Grindavík hafði betur í rimmunni í sumar sem kom þó ekki að sök fyrir Njarðvíkinga þar sem þær hlutu „Subway“-sæti KR sem gaf það eftir, en í kvöld var annað uppi á teningnum og Njarðvíkurstúlkur héldu sigurgöngu sinni áfram en þær hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa á Íslandsmótinu.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann og það var ekki fyrr en í lokin sem þær grænklæddu komust fram úr, þökk sé frábærri vörn sem leiddi til ótal margra tapaðra bolta hjá Grindavík.  Lokatölur 58-67.

Njarðvíkurliðið lítur vel út, er með þrjá öfluga útlendinga og flottar heimastelpur sem berjast eins og ljónum ber.  Ekki á neinn hallað þótt Kaninn Aliyah Collier sé krýnd maður maður leiksins en hún skilaði 33 framlagspunktum (25 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar).

Hjá Grindavík Kaninn Robbi Ryan best, flottur leikmaður þar á ferð en hún skilaði 16 stigum og 12 fráköstum.  Robbi er ekki leikstjórnandi að upplagi svo hún er eflaust að reyna átta sig á hvenær hún eigi að taka af skarið eða finna liðsfélagana.  Allt annað var að sjá til þeirra í kvöld, sérstaklega virðist hinn útlendingurinn, hin pólska Edyta Falenzcyk vera að finna sig betur.  Mikil framför á leik gulra í kvöld frá því í fyrsta leiknum en þær unnu annan leikinn í deildinni á móti Breiðablik á sunnudaginn.

Grindavík fer í heimsókn til Keflavíkur í næsta leik og Njarðvík mætir Val heima.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Umfjöllun, viðtöl / Sigurbjörn Daði

Fréttir
- Auglýsing -