Njarðvíkurstúlkur tóku á móti Hamarsstúlkum í Ljónagryfjunni í dag. Liðin sátu í 4. og 7. sæti 1. deildar kvenna. Bæði lið hafa tapað undanförnum leikjum og því ljóst að annað liðið var að fara snúa gengi sínu við í dag.
Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur. Hamarsstúlkur gerðu samt vel í að halda í við þær og eftir um 5 mínútur náðu þær að komast yfir. Heimastúlkur eltu svo gestina út leikhlutann og náðu svo að komast yfir rétt fyrir enda leikhlutans. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16 – 15.
Njarðvík byrjaði betur líkt og í fyrsta leikhluta. Erfiðlega gekk hjá Hamri að setja körfu og tók það þær rúmlega 3 og hálfa að komast á blað. Heimastúlkur voru þó ekki að nýta það vel og náðu ekki að slíta sig að ráði frá Hamri. Staðan í hálfleik 31 – 24.
Liðin skiptust á að skora framan af þriðja leikhluta. Njarðvíkurstúlkur höfðu þó kjörið tækifæri til að auka forystuna en þær voru ekki að nýta skotin sín upp við körfuna. Leikhlutinn var mjög skemmtilegur og staðan fyrir fjórða 47 – 38.
Njarðvíkingar byrjuðu fjórða leikhlutann betur og því búnar að byrja alla leikhluta betur. Þær komust upp í 18 stiga forystu þegar rúmlega 6 mínútur voru eftir. Hamarsstúlkur gerðu heiðarlega tilraun til að stela leiknum og náðu að minnka muninn mest niður í 6 stig. Lokatölur 66 – 60.
Byrjunarlið:
Njarðvík: Vilborg Jónsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Júlía Scheving Steindórsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir og Eva María Lúðvíksdóttir.
Hamar: Perla María Karlsdóttir, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Íris Ásgeirsdóttir og Una Bóel Jónsdóttir.
Þáttaskil:
- leikhlutinn og þá sérstaklega 3 þristar frá Láru Ösp Ásgeirsdóttir á fyrstu 3 mínútum hans gerðu út um leikinn og komu Njarðvík í vænlega stöðu.
Hetjan:
Álfhildur E. Þorsteinsdóttir var best gestanna og skilaði 10 stigum og 10 fráköstum. Íris Ásgeirsdóttir var góð og skilaði 19 stigum.
Kamilla Sól Viktorsdóttir átti góðan leik, skilaði 13 stigum og 7 fráköstum fyrir Njarðvík. Erna Freydís Traustadóttir var mjög fín með 11 stig og Lára Ösp Ásgeirsdóttir átti frábæra innkomu í fjórða leikhluta og skilaði 11 stigum og 4 fráköstum.
Kjarninn:
Hamarsstúlkur áttu á köflum fínan leik en þær þurfa að eiga góðar heilar 40 mínútur til að fara að vinna leiki. Njarðvíkurstúlkur sem hafa átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum komu sterkar inn í þennan leik og uppskáru vel. Þær þurfa nú að byggja á þessum sigri og halda áfram.
Viðtöl: