spot_img
HomeBikarkeppniNjarðvík í úrslit VÍS bikar kvenna með naumindum

Njarðvík í úrslit VÍS bikar kvenna með naumindum

Í dag mættust í fyrri undanúrslitaleik VÍS bikarkeppni kvenna lið Njarðvíkur og Hamar/Þór.  Ef tekið var mið af gengi liðana í vetur og stöðu í deildinni þá voru Njarðvíkurstúlkur töluvert líklegri til afreka í þessum leik.

Hamar/Þór hófu leikinn af gríðarlegum krafti og ákefð sem virtist koma fremur afslöppuðum Njarðvíkingum á óvart.  Þessar fyrstu 10 mínútur leiksins voru það Hamar/Þór sem að voru í bílstjórasætinu og Njarðvíkingar ávallt að elta.  Varnir liðanna af ólíkum toga þar sem að Hamar/Þór voru fastar fyrir á meðan Njarðvíkurvörnin hriplak.  Þetta skilaði Hamar/Þór 3 stiga forystu eftir fyrsta fjórðung. 

Í öðrum fjórðung tóku þær grænklæddu við sér og náðu fljótlega að jafna og komast yfir í leikinum, en þó aldrei leit það út fyrir að þær væru eitthvað að ná yfirhöndinni í leiknum sjálfum. Ofaní lag þá virtist spennustigið í Njarðvíkurliðinu vera að trufla þær að einhverju leiti því jafnvel auðveldustu skot voru ekki að detta niður.  Á móti því stóðu svo leikmenn Hamar/Þór vaktina harðar á sínu og tilturlega jafnt var á tölum í hálfleik þar sem að Hamar/Þór leiddi með einu stigi í stöðunni 41:40.

Hamar/Þór hófu seinni hálfleik í sama dúr og þeir fyrri og skoruðu fyrstu 6 stigin og Njarðvíkurliðið á þessum mínútum gersamlega heillum horfið.  Frameftir leikhlutanum þá voru það Hamar/Þór sem voru að spila töluvert betri körfubolta og í raun smá mistök hingað og þangað sem að héldu Njarðvík inn í leiknum. Njarðvík náðu hinsvegar með tímanum að naga niður muninn og liðið fór að sýna lit.  Þegar um mínúta var eftir að þriðja leikhluta komust þær loks yfir með þrist frá Kristu Gló, en Abby Beeman var snögg að kvitta fyrir það hinumegin á vellinum í sömu mynt.  Staðan var 60:59 fyrir síðustu tíu mínútur leiksins.

Framundan tóku svo við naglbítur af mínútum þar sem að Njarðvík hafði náð smá frumkvæði í leiknum og leiddu með þessum 1 til 3 stigum.  Þristur frá Hanal Ivanusa jafnaði leikinn í stöðunni 68:68 fyrir Hamar/Þór.   Þarna hafði reyndar kviknað almennilega á Brittany Dinkins hjá Njarðvík sem var komin í 31 stig með 5 mínútur enn eftir af leiknum.  Paulina Hersler kom Njarðvík í þriggjastiga forystu þegar tæpar 3 mínútur voru til loka leiks og leikurinn svo sannarlega í járnum. Krista Gló fylgdi því svo í næstu sókn og stærsta forysta Njarðvíkur til þessa í leiknum, heil 5 stig.  Hamar/Þór náðu ekki að fylgja þessu áhlaupi frá Njarðvík eftir og þær grænklæddu höfðu af nauma sigur.

Brittany Dinkins verður að teljast maður leiksins að þessu sinni en hún endaði leik með 36 stig og tók Njarðvíkurliðið á axlirnar á ögurstundu í leiknum. Hamar/Þór fær risa rokkstig fyrir að gera þennan leik að því sem hann varð og miðað við frammistöðu þeirra þetta kvöldið er staða þeirra í deildinni reyndar óraunveruleg. Loka sekúndur leiksins hleyptu svo sannarlega blóði af stað hjá flestum í húsinu þegar leikurinn virtist vera endanlega tapaður fór í gang sena hjá Hamar/Þór þar sem þær voru hársbreidd frá því að jafna með loka skoti leiksins en ekki vildi það niður.

Myndasafn (Gunnar Jónatasn)

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -