Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi í kvöld í toppslagnum gegn KR. 83-73 var lokastaðan en það voru gestirnir sem leiddu mest allan leikinn og ekkert sem benti til þess að heimamenn myndu komast áfram gegn harðri vörn KR-inga. En í fjórða fjórðung hitnaði Jeb nokkur Ivey og hóf flugeldasýningu. Við það opnaðist vörn KR og heimamenn gengu á lagið og sigruðu að lokum eins og fyrr sagði með 10 stigum. Með sigrinum eru Njarðvíkingar svo gott sem búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. En þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir geta Njarðvíkingar leyft sér að vinna aðeins einn leik af þeim, því innbyrgðisstaða þeirra gegn KR og Skallagrím (þau lið sem gætu þá jafnað Njarðvík) eru hagstæð. Jeb Ivey fór fyrir Njarðvíkingum í kvöld en hjá KR var Tyson Patterson illviðráðanlegur og sýnir sá leikmaður að hæð í körfuknattleik skiptir litlu þegar hæfileikarnir eru til staðar. Meira síðar..