Njarðvík varð í dag Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki með því að leggja KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 62-69.
Leikurinn var jafn í upphafi þó Njarðvík hafi verið skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 14-18. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo við þessa forystu sína, sem var orðin 14 þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 31-45.
KR mætti svo af miklum krafti út í seinni hálfleikinn. Unnu niður forystu Njarðvíkur að mestu í þriðja leikhlutanum, en voru þó enn tveimur stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 53-55. Undir lok leiksins gerði KR nokkuð góða atlögu að forystunni, en allt kom fyrir ekki. Njarðvík sigraði að lokum með sjö stigum, 62-69.
Atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum var Vilborg Jónsdóttir með 25 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Fyrir KR var það Eygló Kristín Óskarsdóttir sem dróg vagninn með 13 stigum, 13 fráköstum og 4 vörðum skotum.
Myndasafn (Ólafur Þór)