Jóhann Árni Ólafsson sem í fyrra stundaði atvinnu sína í þýskalandi hefur snúið aftur á heimaslóðir og mun á næsta tímabili spila með Njarðvík. Á tíma komu fréttir þess efnis að kappinn hafði skrifað undir hjá erkifjendunum í Keflavík en þær fregnir voru dregnar tilbaka þar sem hvergi hafði verið skrifað undir samning. „Njarðvík er minn klúbbur og það vó mjög þungt í ákvörðun minni“
„Hér er verið að gera frábæra hluti með því að fá alla þessa Njarðvíkinga tilbaka og mig langaði virkilega að vera partur af því.“
Keflavíkur sagan um að þú hafir verið búin að semja við þá hvað skeði þar ?
„Ég vil nú sem allra minnst tjá mig um það. Ég var í viðræðum við Keflavík ásamt nokkura annara liða. Þessi frétt var bara birt of fljótt, ég hafði ekki skrifað undir neitt við neinn. Ég vildi taka ákvörðun sem hentaði mér vel og eftir umhugsun var það Njarðvík.“
Hvað mega stuðningsmenn Njarðvíkinga eiga von á frá Jóhanni Árna á næsta tímabili ?
„Ég er reynslunni ríkari það er nokkuð ljóst og vona að ég geti lagt á vogskálarnar fyrir liðið. Við erum 12 leikmenn og ég er bara eitt púsluspil í þessu liði. En klárlega mun ég koma til með að leggja mig 100% fram í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur fyrir félagið.“