Lið Tindastóls hefur farið mikinn síðan að goðsögnin Pavel Ermolinski tók við sem þjálfari liðsins þann 14. janúar síðastliðinn. Í 15 leikjum undir hans stjórn hefur liðið aðeins tapað fjórum. Á útivelli gegn Stjörnunni og Þór í deildarkeppninni og svo tapaði liðið einum leik gegn Keflavík nú í 8 liða úrslitunum.
Á heimavelli hefur liðið hinsvegar aðeins tapað gegn Njarðvík. Þann 26. janúar vann Njarðvík 8 stiga sigur gegn Tindastóli í Síkinu, 86-94. Í þeim leik fór Nicolas Richotti mikinn fyrir græna, með 20 stig, 5 fráköst og 8 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum spiluðum.
Hvort Pavel nái að svara fyrir það tap nú í kvöld á eftir að koma í ljós, en annar leikur undanúrslitaviðureignar Tindastóls og Njarðvíkur er á dagskrá í Síkinu kl. 19:15.