Mikilvægur leikur fyrir bæði lið að mörgu leyti. Njarðvík að reyna að koma sér sem best fyrir í einkar jafnri og spennandi deild h.v. úrslitakeppni og Fjölnir, eftir að hafa komið úr fyrstu deild fyrir þetta tímabil, að berjast fyrir því að verða ekki strax sendir aftur þangað á næsta ári.
Fyrri hálfleikurinn féll naumlega með Fjölni, staðan í hálfleik var 47-52 fyrir gestunum úr Gravarvogi. Mestu munaði Fjölni um frammistöður þeirra Arnþórs Freys Guðmundssonar og Jonathan Mitchell sem að virtust draga lið sitt áfram gegn, á tímum, vandræðalega illa samtilltu Njarðvíkurliði.
Eftir hálfleikshléið mætti hinsvegar annað og betra Njarðvíkurlið til leiks og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar aðeins rétt mínúta hafði lifað af leikklukkunni í seinni hálfleik. Fyrsta karfan með laglegri troðslu háloftafuglsins Stefan Bonneau og síðan í framhaldi setti Hjörtur Hrafn niður langan þrist til þess að setja stöðuna á par í 52-52.
Það var í raun ekki fyrr en um helmingur hlutans lifði eftir sem að Njarðvík sýndi sitt rétta andlit í smástund og tók almennilega (5-9 stig) fram úr Fjölni. Þeirri, naumu forystu, héldu þeir svo allt til loka leiks, en hann endaði með 91-82 sigri heimamanna.
Maður leiksins var leikmaður Njarðvíkur, Stefan Bonneau, sem skilaði hæstu framlagi (29) allra leikmanna á vellinum, en hann skoraði 28 stig, tók 4 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim 37 mínútum sem hann spilaði í þessum öðrum leik sínum í Ljónagryfjunni.
Punktar:
- Bæði lið notuðu 8 leikmenn í leiknum.
- Nýjir útlendingar, Stefan Bonneau & Jonathan Mitchell, leiddu hvort lið fyrir sig í stigum/framlagi.
- Mirko Stefán Virijevic tók tæplega helming allra frákasta Njarðvíkur.
- Fjölnir voru (+/-) 19 stigum undir á meðan að nýr leikmaður þeirra Emil Þór Jóhannsson var á gólfinu.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Hjalti Vilhjálmsson – Fjölnir:
Ágúst Orrason – Njarðvík: