spot_img
HomeFréttirNjarðvík bætir við sig Bandaríkjamanni

Njarðvík bætir við sig Bandaríkjamanni

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tilkynnti fyrir skemmstu að þau hefðu gengið frá samningum við Johannes Dolven, norskan landsliðsmann, og Ryan Montgomery, bandarískan framherja. Fréttirnar af Dolven komu út í gær en í dag bættist við Montgomery.

Ryan Montgomery er 22 ára, 198 cm og getur leikið báðar framherjastöðurnar. Hann útskrifaðist úr Lee University í vor en háskólinn sá er í 2.deild NCAA eins og Barry, háskólinn sem Elvar Már Friðriksson spilaði fyrir. Ryan var með 18,1 stig, 5,9 fráköst, 1,5 stoðsendingu og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Lee University.

Fréttir
- Auglýsing -