Körfuknattleiksþing KKÍ fer fram í Laugardalnum þessa stundina þar sem helstu ákvarðanir um framtíð körfunnar verða teknar.
Þingið hófst í morgun með setningarræðu formanns. Í framhaldi af því voru veittar viðurkeningar þeim einstaklingum sem hafa starfað fyrir félagið í gegnum tíðina.
Níu einstakingar hlutu silfurmerki KKÍ. Í inngangi sínum sagði Hannes S. Jónsson að allir þessir einstaklingar ættu það sameiginlegt að vera sjálfboðaliðar og væru í raun að taka við viðurkenningu sinni fyrir hönd allra sjálfboðaliða félaganna.
Eftirfarandi einstaklingar hlutu silfurmerki KKÍ.
Pétur Hólmsteinsson, ÍR
Páll Sævar Guðjónsson, KR
Einar Bjarkason, Keflavík
Ólafur Bjarni Tómasson, ÍR
Sara Pálmadóttir, Haukar
Einar Árni Jóhannsson, Njarðvík
Friðrik Ragnarsson, Njarðvík
Ingólfur Þorleifsson, Vestri
Sigríður Halldóra Kristjánsdóttir, Breiðablik
Myndir: Jónas H. Ottósson