spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNikolas Tomsick hetja Þórs í Ólafssal - Lögðu botnliðið með minnsta mun...

Nikolas Tomsick hetja Þórs í Ólafssal – Lögðu botnliðið með minnsta mun mögulegum

Þór lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í 16. umferð Bónus deildar karla, 99-100.

Eftir leikinn er Þór í 4. til 7. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og KR, Grindavík og Valur. Haukar eru aftur á móti enn í 11. til 12. sætinu með 8 stig líkt og Höttur.

Gangur leiks

Haukar flugu af stað inn í leik dagsins, settu 37 stig í fyrsta leikhlutanum og voru 12 stigum yfir fyrir annan, 37-25. Gestirnir úr Þorlákshöfn svöruðu þeirri sterku byrjun Hauka í öðrum leikhlutanum og eru sjálfir komnir með yfirhöndina þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 52-58.

Þórsarar ganga enn á lagið í upphafi seinni hálfleiksins. Ná forskoti sínu mest í 19 stig í þriðja leikhlutanum, en heimamenn ná að vinna það aðeins niður fyrir lok fjórðungsins og er staðan 72-79 fyrir lokaleikhlutann. Á lokamínútum leiksins ná Haukar að fullkomna endurkomuna þegar tæpar 36 sekúndur eru eftir af leiknum, 95-94. Lokasekúndur leiksins voru svo æsispennandi, en að lokum var það karfa Nick Tomsick þegar rúmar tvær sekúndur voru eftir sem skildi að liðin, 99-100.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestir í liði heimamanna í leiknum voru De’sean Parsons með 24 stig, 12 fráköst, 9 stoðsendingar, 4 stolna bolta og Seppe D’espallier með 28 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir Þór var það Jordan Semple sem dró vagninn með 26 stigum, 10 fráköstum, 3 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Honum næstur var Nikolas Tomsick með 28 stig, 3 fráköst, 9 stoðsendingar og Mustapha Heron skilaði 31 stigi og 7 fráköstum.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 6. febrúar, en þá heimsækja Haukar granna sína á Álftanesi og Þór fær Grindavík í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -