spot_img
HomeFréttirNigel Moore til liðs við UMFN

Nigel Moore til liðs við UMFN

Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við Nigel Moore um að leika með karlaliði félagsins og lítur út fyrir að kappinn verði klár í búning á föstudag þegar Njarðvíkingar mæta KR í vesturbænum. Frá þessu er greint á heimasíðu UMFN.
 
Á heimasíðu Njarðvíkinga segir ennfremur:
 
Nigel er 31 árs gamall og er 195 cm á hæð og þykir fjölhæfur leikmaður.  Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil í Þýskalandi og í Finnlandi.  Hann útskrifaðist frá Alabama A&M árið 2003 og hóf sinn atvinnumannaferil hjá TV Lick í þýsku 2.deildinni.  Þar lék hann í tvö ár en Lick er systurfélag Giessen, sem Logi Gunnarsson lék með á þessum árum og æfði Nigel að hluta með Loga og félögum. 
 
Nigel færði sig svo yfir til Giessen tímabilið 2005-2006 og lék með þeim í efstu deild í Þýskalandi.  2006-2007 lék hann heima í Bandaríkjunum en árið 2007-2008 lék hann svo með Göttingen í efstu deild í Þýskalandi og þar var samherji hans Jeb nokkur Ivey sem er okkur Njarðvíkingum að góðu kunnur.  Nigel kláraði þann vetur svo í efstu deild í Finnlandi þar sem hann stóð sig mjög vel. 
 
Hann lék svo fyrri hluta tímabils 2008-2009 í Pro A í Þýskalandi en lék svo í einn og hálfan vetur heima í Bandaríkjunum aftur.  Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Korihait í efstu deild í Finnlandi við góðan orðstír
 
www.umfn.is
  
Fréttir
- Auglýsing -