Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ birti rétt í þessu niðurstöðu í fimm agamálum sem henni höfðu borist til úrlausnar.
Þrír þeirra er úrskurðað var um fengu eins leiks bann, einn tveggja leikja bann og þá sluppu tveir leikmenn með áminningu. Hæst ber líklega tveggja leikja bann leikmanns Hauka Steeve Ho You Fat, en hann fékk tveggja leikja bann fyrir háttsemi sína í bikarleik félagsins gegn Breiðablik. Þá fékk leikmaður Þórs Jordan Semple eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik gegn Álftanesi.
Hér fyrir neðan má lesa niðurstöður nefndarinnar:
29/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jordan Semple, leikmaður Þór Þorlákshafnar sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þórlákshafnar gegn Álftanesi sem fram fór þann 13. desember 2024.
30/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Logi Guðmundsson, leikmaður Breiðabliks sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
31/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Steeve Ho You Fat, leikmaður Hauka sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
32/2024-2025
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Alexander Hrafnsson, leikmaður Breiðabliks sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
33/2024-2025
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skulu hinir kærðu, Zoran Virkic, Ragnar Jósep Ragnarsson og Ólafur Snær Eyjólfsson Alexander, leikmenn Breiðabliks sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.