spot_img
HomeFréttirNicolas Batum MVP annarar umferðar í Euroleague

Nicolas Batum MVP annarar umferðar í Euroleague

FIBA hefur útnefnt Nicolas Batum sem mikilvægasta leikmann annarar umferðar í Euroleague eftir leiki gærkvöldsins.  Batum er sjóðandi heitur þessa dagana en hann setti 26 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, algjör yfirburðamaður á vellinum gegn Bizkaia Bilbao en Nancy vann leikinn með 14 stiga mun, 87-73.  Myndbrot af stórleik Batum má finna hér.

Að öðrum leikjum:

Olympiacos 81-74 Fenerbahce Ulker 

Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð og því að miklu að keppa. Stigahæstur í liði Olympiacos var Vassilis Spanoulis með 22 stig og 7 stoðsendingar en næstir voru það Georgios Printezis með 21 stig og 7 fráköst og Martynas Gecevicius með 13 stig.  Hjá Fenerbahce Ulker var varnartröllið Thabo Sefolosha stigahæstur með 17 stig

Hér má finna tölfræði leiksins

Real Madrid 85- 78 Emporio Armani

Real Madrid vann sinn annan leik í röð gegn sterku liði Armani.  Serge Ibaka spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid en það var þó stutt því hann kom aðeins inná í rúmar þrjár mínútur og tókst ekki að skora stig.  Það var hins vegar annar NBA leikmaður sem leiddi vagnin fyrir þá en Rudy Fernandez skoraði 17 stig og gaf 4 stoðsendingar.  Jacee Carroll setti 21 stig og Sergio Llull með 13 stig.  Hjá Emporio Armani var Drew Nicholas með 24 stig en næstir voru Malik Hairston með 18 stig og Danilo Gallinari með 12 stig.  

Hér má finna Tölfræði leiksins

Maccabi Electra 70- 66 Partizan

Maccabi rétt náðu að rétta úr kútnum með 4 stiga sigri á Partizan sem sóttu þó hart að þeim í fjórða leikhluta.  Maccabi eru ekki að sýna sama styrk og þeir sýndu í keppninni í fyrra en þó er of snemmt að dæma um hvort þeir geti jafnað eða bætt árangurinn.  Stigahæsti maður þeirra í gærkvöldi var Thodoros Paploukas með 13 stig en næstir voru Jordan Farmar með 11 stig,6 stoðsendingar og 6 fráköst og Lior Eliyahu með 10 stig.  Hjá Partizan voru það Dragan Milosavljevic og Milan Macvan sem drógu vagninn með 14 stig hvor en næstur á blað var Nikola Pekovic með 11 stig og 8 fráköst.  

Hér má finna tölfræði leiksins

Galatasaray 64-68 Unics

Bæði liðin hafa nú unnið einn leik og tapað einum leik eftir fyrstu tvær umferðirnar.  Unics unnu þennan leik á lokakaflanum þar sem þeir unnu fjórða leikhluta með 9 stiga mun,23-14.  Stigahæstur í liði Unics var Henry Domercant með 16 stig en næstir voru Lynn Greer með 12 stig og Aleksey Savrasenko með 9 stig.  Hjá Galatasary var Luksa Andric stigahæstur með 14 stig og 7 fráköst en næstir voru Joshua Shipp með 11 stig og Darious Songaila með 10 stig.

Hér má finna tölfræði leiksins

Montepaschi 79- 57 Union Olimpija 

Montepaschi eru efstir í riðli D ásamt Barcelona með 2 sigra hvor eftir stórsigur á Olimpija í gærkvöldi.  Sigurinn hefði getað orðið mun stærri en strax frá upphafi var ljóst hvað stefndi í.  Montepaschi vann fyrsta leikhluta 26-4 og því aðeins formsatriði að klára leikinn.  Stigahæstur í liði Montepaschi var Bo McCalebb með 17 stig en hann klikkaði ekki úr skoti í leiknum.  Næstir voru Ksistof Lavrinovic með 12 stig og Rimantas Kaukenas með 11 stig.  Hjá Olimpija var Davis Bertans stigahæstur með 12 stig en næstir voru það Ratko Varda og Robert Rothbart með 7 stig hvor.  

Hér má finna tölfræði leiksins

Barcelona Regal 88-61 Asseco Prokom

Barcelona vann öruggan sigur á Asseco með góðum varnarleik og sigldu heim nokkuð þægilegum sigri strax frá upphafi þriðja leikhluta.  Stigahæsti maður Barcelona var Erazem Lorbek með 20 stig en næstir voru Juan Carlos Navarro með 14 stig og Marcelinho Huertas með 11 stig.  Hjár Asseco Prokom var Oliver Lafayette með 15 stig en næstir voru Alonzo Gee með 10 stig og Adam Lapeta með 9 stig.

 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -