Fordæmalausar aðstæður eru uppi í heimi íþrótta þessa dagana. Þar sem að keppni hefur annaðhvort verið frestað um óákveðinn tíma, eða tímabilinu aflýst í flestum deildum.
Karfan fór af stað og tók stöðuna hjá nokkrum málsmetandi aðilum.
Næstur í röðinni er Nick Tomsick, einn fremsti leikmaður úrvalsdeildar karla seinustu tvö árin. Nick leiddi deildina í fyrra í skoruðum stigum og stoðsendingum og er ein besta þriggja stiga skytta deildarinnar í dag. Nick hefur ekki enn lært íslensku þannig að viðtalið við hann er bæði þýtt á íslensku og á ensku þar fyrir neðan.
Hvernig er að vera í leyfi út af þessum aðstæðum?
“Ég held að allir séu á sama máli um að þetta sé besti tími ársins, sérstaklega fyrir körfubolta. Það að þessi pása komi núna og sé mögulega endir tímabilsins er mjög leiðinlegt fyrir körfuboltaaðdáendur, leikmenn, þjálfara, liðin og fleiri. Um allan heiminn líka, ekki aðeins hér á landi. NBA, aðrar deildir í Evrópu, þetta er svona alls staðar. Það er það versta og síðan auðvitað óvissan að vita ekki ef að keppnistímabilið gildi eða ekki. Í þessu hléi þá hefur maður tíma til að pæla í öllu þessu.”
Nú eru stórar ákvarðanir framundan hjá hreyfingunni, hvað finnst þér mikilvægast að sé til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar?
“Auðvitað er þetta ástand sem að við höfum aldrei upplifað og það væri mjög sérstakt ef að tímabilið myndi enda með þessum hætti. Þetta snýst samt ekki bara um körfubolta, þetta snýr að heilsu allra. KKÍ hefur mjög erfiða ákvörðun framundan. Það er ekkert fullkomið svar.”
Stórum spurningum enn ósvarað, fari svo að tímabilinu verði aflýst. Hvað leggur þú til að verði gert varðandi þau lið sem koma eigi upp, falla eigi niður og finnst þér að eitthvað lið ætti að fá þann stóra, líkt og við höfum séð í Belgíu og Svíþjóð?
“Allir leggja ótrúlega mikið á sig til að tryggja félaginu sínu titil. Það fer ómældur tími og erfiði í þetta. Líf leikmanna snýst oft í kringum þennan leik og að koma sér í færi til að sigra. Styrktaraðilar og stuðnigsaðilar leggja líka rosalegan tíma og fjármagn í þetta. Þjálfarar og stjórnarmenn verja rosalegum tíma og vinnu fyrir tímabilið og á tímabilinu við að finna réttu leikmennina og að láta liðið smella saman. Allt þetta og meira fer inn í körfuboltatímabil og það að þurrka það bara út eða að láta það skipta engu væri þyngra en tárum taki. Enginn vill leggja inn alla þessa vinnu og sitja síðan uppi með ekkert í lokin.”
“Auðvitað er þetta ekki leiðin sem að við sáum fyrir okkur að lið myndi hreppa Íslandsmeistaratitilinn og við viljum endilega reyna að klára tímabilið eftir mánuð. Ef að tímabilinu lyki hins vegar með þessum hætti þá ætti einhver að fá titilinn, og Stjarnan hefur sýnt það að þeir hafa verið besta liðið í gegnum allt tímabilið!”
Fari svo að því verði frestað, sérðu fyrir þér að liðin verði klár til þess að klára mótið seinna, jafnvel í sumar?
“Ég held að öll lið vilji klára tímabilið og að allir vilji úrslitakeppni. Spurningin er bara hvort að það sé hægt. Fólk mun mæta í úrslitakeppnina ef að hún verður spiluð eftir mánuð, jafnvel seinna. Ef að það verða leikir, verða liðin tilbúin.”
Að lokum, með hverju mælir Nick í samkomubanninu?
“Ég held að það sé mikilvægt að leyfa þessu ekki að umturna lífinu hjá manni. Ég reyni að halda mig við rútínuna mína og reyni að sýna meiri varkárni og vera meira vakandi fyrir smithættum. Rútínan skiptir máli og því meira sem þú heldur þig við hana (innan skynsamra marka, að sjálfsögðu), því betra. Ég þvæ mér bara um hendurnar oftar!”
ENGLISH INTERVIEW
How is it being on break right now in this situation?
“I think everybody agrees that this is the best time of the year, especially for basketball. To have this break and possibly have it be the end of our season is a sad thing for all basketball fans, players, coaches, teams, etc. All across the world too, it’s not just here. The NBA, all the other leagues in Europe, it’s everywhere. That’s the worst part and then also the uncertainty of not knowing if your season mattered or not. With all this off time it’s easy to think about this stuff.”
There are big decisions ahead for the federation, what do you think is important for them to consider before making this decision?
“Obviously this is a situation we have never seen before and a very unique situation if the season were to end this way. This doesn’t just concern basketball though, it concerns everyones health. The federation has a very difficult decision. There is no perfect answer.”
There are a lot of big questions that haven’t been answered, if they do cancel the season. What do you think they should do with regard to teams getting promoted and relegated? Should a team get the championship, like we’ve seen in Belgium and Sweden?
“Guys work incredibly hard to give their club a championship. A lot of time and effort goes into this. The lives of players revolve around this game and putting themselves in a position to win. A lot of time and money from boosters and sponsors go into this. Coaches and board members spend an incredible amount of time in the offseason and during the season finding the right players and putting the right pieces together. So much effort goes into a basketball season and to have that be meaningless or not count for anything would be a really sad thing. Nobody wants to put in all that work and have nothing to show for it.”
“Of course this isn’t our ideal way of winning an Icelandic Championship, and would love to somehow be able to finish the season in a month. But if the season does end this way a champion should be named, and Stjarnan has shown that they have been the best team throughout this season!”
If the federation decides to postpone the season, do you think the teams will be ready to finish the season, even if it’s this summer?
“I think every team wants to finish the season and everyone wants to have the playoffs. It’s just a question of if it’s possible. People will show up to the playoffs if they’re played in a month, maybe even later. If there will be games, teams will be ready.”
Finally, what does Nick recommend people do during the curfew?
“I think it’s important to not let this completely change your life. I try to stick to my routine and try and be more careful and aware. Routine matters and the more you can stick to it (within reason, of course), the better. I just wash my hands more!”