Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar mættust tvö stærstu markaðssvæðin þegar New York Knicks og LA Lakers leiddu saman hesta sína. Knicks hafði betur í leiknum og lokatölur 116-107 þar sem Carmelo Anthony setti 30 stig.
Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Knicks eru enn ósigraðir á heimavelli og hafa þar unnið alla níu leiki sína á tímabilinu og eru efstir í Atlantic riðli austurstrandarinnar með 17 sigra og 5 tapleiki. Lakers að sama skapi kunna ekkert allt of vel við sig á útivelli þessa vertíðina, eru 2 af 8 úti og hafa tapað síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Víst við erum að tala um tapleiki þá eru Bobcats enn við sama heygarðshornið og töpuðu í nótt sínum tíunda deildarleik í röð þegar liðið steinlá 113-90 gegn Atlanta á útivelli. Eins og flestum er kunnugt er Michael Jordan þarna innsti koppur í búri og spurning hvort einn mesti sigurvegari íþróttasögunnar þoli mikið lengur við.
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:30 PM ET
CHA
90
ATL
113
19 | 24 | 31 | 16 |
|
|
|
|
30 | 30 | 31 | 22 |
90 |
113 |
CHA | ATL | |||
---|---|---|---|---|
P | Henderson | 17 | Harris | 20 |
R | Kidd-Gilchrist | 6 | Johnson | 8 |
A | Walker | 6 | Williams | 9 |