spot_img
HomeFréttirNew York goðsögnin Patrick Ewing með Covid-19

New York goðsögnin Patrick Ewing með Covid-19

Fyrrum leikmaður New York Knicks í NBA deildinni, Georgetown Hoyas í háskólaboltanum og meðlimur Draumaliðs Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 í Barcelona, Patrick Ewing, hefur greinst með Covid-19. Þetta tilkynnti Ewing fylgjendum sínum á samskiptaforritinu Twitter fyrir helgina.

Ewing, sem er 57 ára gamall, var tekinn inn í frægðarhöllina árið 2008, en hann hefur síðan að hann hætti að spila árið 2002 starfað sem þjálfari. Sem aðstoðarþjálfari hjá Washington Wizards, Houston Rockets, Charlotte Hornets og Orlando Magic í NBA deildinni allt fram til ársins 2017, þegar hann tók við sem aðalþjálfari Geogetown Hoyas í háskólaboltanum.

Ewing er einn af mörgum núverandi og fyrrum leikmönnum sem greinst hafa með veiruna, en Rudy Gobert hjá Utah Jazz var fyrsti núverandi leikmaðurinn sem greindist í byrjun mars.

Fréttir
- Auglýsing -