Í gær og í nótt var mikið um að vera í NBA deildinni. New York Knicks jöfnuðu sig fljótt á tapinu gegn Memphis með þvi að leggja Indiana í Madison Square Garden. New York hefur þar með unnið alla fjóra heimaleiki sína. Detroit Pistons tóku sig til og skelltu svo Boston Celtics með 20 stiga mun, 103-83!
New York 88-76 Indiana
Carmelo Anthony var stigahæstur í liði New York með 26 stig og 9 fráköst. Paul George fór svo fyrir liði Indiana með 20 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. New York standa best allra liða að vígi á austurströndinni með sjö sigra og einn tapleik það sem af er vertíðinni.
Detroit 103-83 Boston
Greg Monreo var stigahæstur í liði Pistons með 20 stig og 13 fráköst en Jared Sullinger var með 16 stig og 5 fráköst af Boston bekknum. Rajon Rondo heldur áfram að spila félaga sína uppi og gerði 12 stig í leiknum og gaf 20 stoðsendingar. Rondo hefur nú leikið 34 leiki í röð í NBA deildinni þar sem hann gefur 10 stoðsendingar eða meira.
Önnur úrslit sunnudagsins:
Toronto 97-86 Orlando
Philadelphia 86-79 Cleveland
Sacramento 90-99 Brooklyn
Oklahoma 119-109 Golden State
Portland 102-94 Chicago
LA Lakers 119-108 Houston
Mynd/ Melo og félagar eru með bestan árangur allra liða í austurströnd NBA deildarinnar.