spot_img
HomeFréttirNew York á skriði - Fyrsti útisigurinn gegn Spurs síðan 2003

New York á skriði – Fyrsti útisigurinn gegn Spurs síðan 2003

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New York Knciks unnu sinn sjötta deildarleik í röð í nótt og eru eina taplausa liðið í NBA um þessar mundir. Knicks mættu á erfiðan útivöll San Antonio Spurs og lögðu heimamenn 100-104.
 
San Antonio 100-104 New York
Raymond Felton var atkvæðamestur í liði New York með 25 stig og 7 stoðsendingar. New York lokuðu leiknum í nótt með 22-11 dembu og fóru yfir 100 stigin í leik þar sem Carmelo Anthony gerði bara 9 stig! Melo hefur s.s. verið heitari með 3 af 12 í teignum og 0-2 í þriggja en hann tók einnig 12 fráköst. Hjá Spurs var Tony Parker stigahæstur með 19 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst. Þá vann New York með þessum sigri sinn fyrsta útileik gegn San Antonio síðan í mars 2003 en fram að leiknum í nótt höfðu strákarnir úr stóra eplinu tapað níu leikjum í röð á heimavelli Spurs.
 
Brooklyn 102-97 Boston
Brook Lopez og Deron Williams gerðu báðir 24 stig í liði Brooklyn en Paul Pierce gerði 22 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Boston. Rajon Rondo lék ekki með Boston sökum ökklameiðsla. Leandro Barbosa tók stöðu Rondo í byrjunarlðinu og gerði 17 stig í fjarveru leikstjórnandans öfluga.
 
Denver 93-98 Miami
LeBron James gerði 27 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst í sigurliði Miami sem lék án Dwyane Wade sem er að glíma við smávægileg meiðsli. Hjá Denver var JaVale McGee stigahæstur með 18 stig og 6 fráköst af Denverbekknum.
 
Mynd/ Raymond Felton steig upp í liði NY í nótt þegar Spurs skrúfuðu upp hitann í kringum Melo.
Fréttir
- Auglýsing -