Í kvöld fór fram lotterí NBA deildarinnar, sem ákveður í hvaða röð þau lið sem komust ekki í úrslitakeppnina fá að velja í nýliðavalinu sem fram fer í New York þann 20. júní næstkomandi.
Reiknaðar eru út líkur eftir því í hvaða sæti liðin lentu í deildinni og voru það New Orleans Pelicans sem fengu fyrsta valrétt, þrátt fyrir að hafa aðeins haft 6% líkur á því fyrir kvöldið.
Nokkur lið færðust upp í röð með hjálp lotteríssins og þá voru nokkur sem færðust upp stigann. Mögulega færðist ekkert þó upp eins og Los Angeles Lakers, sem munu velja númer 4, þrátt fyrir að líkur þeirra hafi að meðaltali verið reiknaðar út í valrétt 10.3 fyrir kvöldið.
Líklegt verður að þykja að Pelicans velji leikmann Duke, Zion Williamson með þessum fyrsta valrétti sínum, sem var valinn besti leikmaður háskólaboltans á yfirstandandi tímabili af AP.
- New Orleans Pelicans
- Memphis Grizzlies
- New York Knicks
- Los Angeles Lakers
- Cleveland Cavaliers
- Phoenix Suns
- Chicago Bulls
- Atlanta Hawks
- Washington Wizards
- Atlanta Hawks (Frá Dallas)
- Minnesota Timberwolves
- Charlotte Hornets
- Miami Heat
- Boston Celtics (Frá Sacramento)