Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.
New Orleans Pelicans
Heimavöllur: Smoothie King Center
Þjálfari: Alvin Gentry
Helstu komur: Rajon Rondo, Ian Clark.
Helstu brottfarir: Donatas Motejunas.
Þegar að öll NBA deildin ákveður að zikka þá ákveða New Orleans Pelicans að zakka og fara í þveröfuga átt. Með tveimur frábærum stórum leikmönnum og engum skyttum í kringum þá. Það verður bara að segjast að undirritaður skilur ekki alveg hvers vegna þetta er það sem Pelicans hafa ákveðið að gera, en þetta kemur allt í ljós. Ég er ekki viss um að þessi tilraun virki og verð hissa ef Alvin Gentry klárar tímabilið.
Styrkleikar liðsins felast í tveimur algerlega frábærum stórum mönnum. Þeim Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þeir eru báðir frábærir alls staðar á vellinum, allt frá körfunni að þriggja stiga línunni, eru báðir afburða frákastarar, skorarar og sendingamenn. Jrue Holiday hefur sýnt í gegnum árin að hann getur vel stjórnað liði á skilvirkan hátt og það ætti að vera erfitt fyrir mótherja liðsins að verjast turnunum tveimur í teignum.
Veikleikar liðsins felast aðallega í þrennu. Breiddin er lítil fyrir utan þessa 3 bestu menn liðsins, það eru næstum engar skyttur í liðinu og svo hafa tveir bestu leikmennirnir misst af mikið af leikjum. Davis vegna meiðsla og Cousins vegna tæknivillna. Alvin Gentry hefur síðan engan veginn sannað sig sem aðalþjálfari í NBA.
Byrjunarlið í fyrsta leik:
Jrue Holiday
E’Twan Moore
Dante Cunningham
Anthony Davis
DeMarcus Cousins
Fylgstu með: Anthony Davis. Þessi kröftugi framherji er algerlega einstakur leikmaður sem getur gert allt á vellinum. Svo lengi sem hann helst innan hans.
Gamlinginn: Tony ,,First Team All Defense” Allen (35) er fluttur til Louisiana og mun sennilega gera sóknarmönnum andstæðinga Pelicans lífið leitt
Spáin: 40–42 – 11. sæti
15. Phoenix Suns
14. Sacramento Kings
13. Dallas Mavericks
11. New Orleans Pelicans
10.
9.
8.
7.
6.
5.
4.
3.
2.
1.