spot_img
HomeFréttirNew Jersey og SA Spurs sigra í nótt

New Jersey og SA Spurs sigra í nótt

dSan Antonio Spurs tóku aftur forystu í einvígi sínu gegn Pheonix Suns í nótt mð 7 stiga sigri, 108-101 en leikurinn fór fram á heimavelli Spurs. Leikurinn var jafn allt fram að þriðja leikhluta en þá virtust heimamenn ná frumkvæðinu í leiknum. Það sem eftir spilaðist leiks var jafnt á flestum tölum og því forysta sem Spurs náðu í leikhlutanum á undan hefur dugað þeim til loka. Tim Duncan var strax í hálfleik komin með tvöfalda tvennu og kláraði leikinn með 33 stig og 19 fráköst. Manu Ginobili kom honum næstur með 24 stig. Hjá Suns voru það Shawn Marion (26 stig) og Amare Stoudamire (21 stig) sem fór mest fyrir í stigaskorun en Nash endaði með 16 stig og 11 stoðir en hann skoraði ekki stig í fyrri hálfleik. New Jersey Nets klóruðu aðeins í bakkann með því að sigra Cleveland Cavaliers í nótt 96-85. New Jersey leiddu með 2 stigum í hálfleik og tóku svo leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og sigruðu að lokum. Jason Kidd átti stórleik fyrir sína menn með þrefalda tvennu eða 13 fráköst, 14 stoðsendingar og 23 stig. Vince Carter og Richard Jefferson enduðu einnig með 23 stig fyrir New Jersey. Hjá Cavs var það Larry Hughes sem setti niður 23 stig en Lebron James var fjarri sínu besta og setti "aðeins" 18 stig en þetta er lægsta stigaskor sem hann hefur skorað í leik á þessu tímabili.

 

Með þessari frammistöðu Kidd jafnaði hann met Larry Bird, en þetta er ellefta þrefalda tvenna hans á tímabilinu. Þetta var 10 heimasigur í röð hjá New Jersey og þeir freista þess að jafna seríuna á mánudaginn kemur. Aftur að Lebron James en fyrir þennan leik hafði pilturinn skorað yfir 20 stig í hverjum einasta leik sínum í úrslitakeppninni og er það næst lengsta "run" af leikmanni sem byrjar leikferil sinn þannig í deildinni. Aðeins Kareem Abdul Jabbar skoraði í fleiri leikjum í röð (27 leikir í röð)d

 

Tracy McGrady náskyldur frændi Vince Carter var mættur á leikinn en hann sat rétt fyrir aftan bekk Cavs.

Fréttir
- Auglýsing -