spot_img
HomeFréttirNesquick sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Nesquick sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Hið árlega Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram annan dag jóla í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Alls tóku átján lið þátt í mótinu, um 150 manns á öllum aldri og í fyrsta sinn leikið eftir monrad kerfi. Eftir annasaman dag höfðu meistaraflokksdrengir dæmt 37 leiki og stóð Nesquick uppi sem sigurvegarar mótsins eftir harða úrslitarimmu við Skotfélagið.

Mótið er liður í fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeild Tindastóls og rennur allur ágóði til hennar og unglingadeildar sem sér um að manna ritaraborðin. Fram að þessu hefur verið leikið í þremur flokkum, opnum-, kvenna- og í flokki eldri en 35 ára en nú var ákveðið að leika í einum riðli eftir monrad kerfin. Það vinnur þannig að það raðar liðum upp af handahófi (random) í fyrstu umferð en eftir það raðast þau upp eftir úrslitum og veljast lið saman af svipaðri getu. Þótti það takast vel og ekki að sjá annað en ætíð væru spennandi leikir á parketinu.

Við mótssetningu var Samfélagsviðurkenningu Molduxa veitt í fyrsta skiptið en hana hlaut Skúli V. Jónsson fyrir dugmikið og óeigingjarnt starf á sviði íþrótta í Skagafirði.

Efri mynd: Nesquick sigurvegarar jólamóts Molduxa með gullmedalíu í mótslok.
Neðri mynd: Skúli V. Jónsson tekur við Samfélagsviðurkenningu Molduxa við mótssetningu.

Fréttir
- Auglýsing -