spot_img
HomeFréttirNemanja Bjelica á góðu róli í NBA deildinni

Nemanja Bjelica á góðu róli í NBA deildinni

Serbneski landsliðsmaðurin Nemanja Bjelica sem íslenskir körfuboltaáhugamenn ættu að þekkja frá EM í Berlín í haust er að gera gott mót í NBA deildinni. Hann leikur nú með ungu liði Minnesota Timberwolves. Það var löngu vita hvers megnugur hann var í Evrópuboltanum en þess lengi beðið að sjá hvort hann myndi skila því sama í NBA deildinni, nú loksins þegar hann kom yfir eftir að hafa verið valinn í 2. umferð nýliðavalsins 2010.

 

Bjelica hefur skorað að meðaltali 7,6 stig og tekið 8 fráköst í leik. Hann er að skjóta ágætlega frá þriggja stiga línunni eða um 35%. Áhyggjur manna í Timberwolves var að hann gæti ekki spilað vörn en af tölfræði hans er ekki annað að sjá en þær áhyggjur hafi verið til einskis. Bjelica er með defensive rating upp á 94 eða áætlað er að anstæðingar hans nái að skora um 94 stig í 100 sóknum eða innan við stig í sókn. Það eru tölur sambærilegar við LeBron James og Tim Duncan. 

 

Í leik T-Wolves og Bulls í gær skoraði hann 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann var hvergi banginn heldur keyrði grimmt á ekki lakari varnarmenn en Joakim Noah og Pau Gasol.

 

Fréttir
- Auglýsing -