Körfuknattleiksdeild Sindra á Höfn í Hornarfirði hefur samið við Nebojsa Knezevic um að verða þjálfari meistaraflokks karla næstu þrjú árin ásamt því að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Nebojsa kemur til Sindra frá Akranesi þar sem hann þjálfaði ÍA síðustu tvö tímabil.
Nebo er fæddur í Serbíu en hefur í dag íslenskt ríkisfang og hefur leikið og þjálfað á Íslandi í yfir áratug. Hann spilaði fyrst með liði KFÍ (síðar Vestra) í Úrvalsdeild tímabilið 2010-2011 og svo samfleytt frá 2014 til 2020, en síðustu tvö árin var hann einnig aðstoðarþjálfari liðsins. Þaðan fór hann í Skallagrím þar sem hann lék í tvö ár ásamt því að þjálfa meistaraflokk kvenna í Úrvalsdeild.