Vestri hefur samið við Nebojsa Knezevic um áframhaldandi veru á Ísafirði og mun hann spila með liðinu í 1. deild karla.
Nebojsa kom fyrst til ísafjarðar árið 2010 og hefur spilað með þeim mörg tímabil síðan. Hann skilaði 18,7 stig, 6,7 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik á síðasta tímabili.
Tilkynningu frá Vestra má sjá hér að neðan:
Serbneski framherjinn Nebojsa Knezevic hefur samið við Vestra á nýjan leik. Nebó lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2010-2011 og sneri svo aftur vestur á Ísafjörð haustið 2014 og hefur leikið með liðinu síðan. Nebó er því orðinn sannkallaður heimamaður sem hefur skilað góðu starfi til körfuboltans á Ísafirði, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka. Það er mikið fagnaðarefni fyrir körfuknattleiksdeild Vestra að fá að njóta krafta þessa fjölhæfa leikmanns á komandi tímabili.
Það verður gaman að fylgjast með honum á parketinu á Jakanum á næstunni. Stjórn KKD Vestra hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Nebó.
Mynd / KFÍ.is