spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaNebojsa Knezevic í Skallagrím

Nebojsa Knezevic í Skallagrím

Borgnesingar hafa heldur betur samið við öflugan leikmann í baráttu sinni í 1. deild karla fyrir næsta tímabil. Fyrir stuttu var tilkynnt að liðið hefði samið við Nebojsa Knezevic sem kemur frá Vestra.

Nebojsa hefur leikið á Íslandi síðustu sex ár, með KFÍ og Vestra. Á síðustu leiktíð átti hann frábært tímabil og endaði með 22,2 stig að meðaltali í leik, 4,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar.

Einnig hefur hann getið sér góðs orðs sem þjálfari yngri flokka og mun gera það áfram í Borgarnesi. Í tilkynningu Skallagríms segir hann: „Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni. Undanfarin sex ár hef ég verið á Ísafirði og leikið fyrir Vestra og er bærinn mitt annað heimili. Mig langar að þakka Ísfirðingum fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig á undanförnum árum og óska Vestra góðs gengis í framtíðinni,” segir Nebojsa.

Þar segir einnig: „Mikil ánægja er með komu Nebo í Skallagrím enda öflugur leikmaður hér á ferð sem kemur með mikilvæga reynslu inn í félagið. Hann og fjölskylda hans eru boðin velkomin í Borgarnes!“

Félagið tilkynnti á dögunum að Atli Aðalsteinsson yrði áfram þjálfari liðsins í 1. deild karla á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -