spot_img
HomeFréttirNCAA: Veðbankar mala gull

NCAA: Veðbankar mala gull

 Lokakeppni NCAA er vettvangur óvæntra úrslita í körfuboltanum og mun verða það um ókokmna tíð. Í gær litu dagsins ljós úrslit sem örfáir spáðu. VCU liðið sló út hið fyrna sterka lið Kansas Jayhawks og liðin sem eftir eru í keppninni eru UConn, Kentucky (líkleg til sigurs) og svo VCU og Butler en lítum á tölfræði spámanna.
 Á heimasíðu ESPN.com var hægt að taka þátt í vefleik þar sem menn fylltu út sína "Brackets"  Alls voru fylltir út 5.9 milljónir Brackets. Af þessum 5.9 milljónum voru aðeins 1093 sem spáðu Butler, UCOnn og Kentucky í síðustu fjóra (Final Four) Aðeins 2 eru með öll liðin rétt!!!
 
36732 spáðu Butler í Final Four eða 0.6 prósent
 
5791 spáðu VCU í Final Four eða 0.1 prósent
 
Aðeins tveir eru með öll lið rétt í Final Four eins og fyrr segir og annar þeirra spáir því að VCU muni sigra Kentucky í úrslitaleiknum. 
 
Það er því nokkuð ljóst að veðbankar í Bandaríkjunum séu að stórgræða á sínum kúnnum miðaða við þessa tölfræði.
Fréttir
- Auglýsing -