spot_img
HomeFréttirNBA2K landslið Íslands hefur leik í næstu viku

NBA2K landslið Íslands hefur leik í næstu viku

KKÍ í samvinnu við Rafíþróttasamtök Íslands mun Ísland taka þátt í FIBA Esport Open III þar sem keppt verður á Playstation leikjatölvum í leiknum NBA2K í lok næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ og Ísland tekur þátt í rafíþróttamóti á vegum FIBA.

Verið er að setja saman 7 manna landslið Íslands sem mun svo keppa á föstudeginum 23. apríl í riðli með þrem öðrum liðum. Alls eru fjórir riðlar með fjórum liðum í Evrópudeildinni. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 8-liða úrslitin sem leikin verða á laugardeginum 24. apríl og fjögur bestu fara í lokaúrslit á sunnudegi.

Ísland er í riðli með Kýpur, Bosníu og Serbíu og verður hægt að fylgjast með keppinni beint á netinu á miðlum FIBA (Youtube, Facebook og Twitch) undir merkinu #FIBAesportsOpen en leikirnir fara fram milli kl. 17:00 og 19:00 að íslenskum tíma.

KKÍ mun svo kynna leikmenn landsliðsins á næstu dögum í aðdraganda mótsins.

Heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -