19:15
{mosimage}
Vince Carter getur samið við hvaða lið sem er frá og með deginum í dag en hann fékk sig lausan undan samningi við New Jersey fyrr í dag. Carter átti eitt ár eftir og hefði fengið $16.3 milljónir á næsta tímabili. Forráðamenn New Jersey segjast vilja fá hann aftur og hafi verið í allan vetur að ræða við hann um nýjan samning.
Samkvæmt reglum NBA má ekki tilkynna um nýja samninga fyrr en 11. júlí og því geta hvorki forráðamenn New Jersey eða umboðsmaður Carters sagt hvort hann hafi komist að samkomulagi um nýjan samning. Talið er að nýji samningur Carters verði til fjögurra ára og gefi honum yfir $60 milljónir á samningstímanum.
Rod Thorn, forseti New Jesrsey, sagði að hugur Carters væri hjá New Jersey og að félagið vildi halda honum. Hann segist búast við því að Carter geri nýjan samning við félagið.
Forráðamenn New Jersey eru sagðir vera að reyna skipta Richards Jefferson fyrir stjörnuleikmann og er nafn Jermaine O´Neal nefnt. Þeir vilja fá stóran leikmann sem getur skorað mikið nálægt körfunni og eru tilbúnir að láta einn vinsælasta leikmann liðsins fara í þeim skiptum.