NBA fór af stað með látum í gærkvöldi með 5 leikjum. Meistarar Dallas Mavericks fengu að finna fyrir krafti Lebron James og félaga í Miami sem vann leikinn örugglega eftir að hafa leitt leikinn með 30 stiga mun á tímabili. Lebron splæsti í 37 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.
Boston Celtics 104- 106 New York Knicks
Carmelo Anthony fór fyrir sínum mönnum í New York með 37 stiga leik sem vannst á lokasekúndunum þar sem Kevin Garnett fékk tækifæri til þess að jafna leikinn fyrir Boston en skotið klikkaði. Amare Stoudemire setti 21 stig og hirti 6 fráköst fyrir og Tyson Chandler átti góða innkomu í lið New York með 7 stig og 6 varin skot. Í liði Boston var Rajon Rondo lang atkvæðamestur með 31 stig, 13 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 5 fráköst. Paul Pierce spilaði ekki með Boston í nótt vegna meiðsla og setti það eflaust stórt strik í reikninginni. Næstir á blað hjá Boston voru Ray Allen og Brandon Bass, sem kom til Boston í skiptum fyrir Glen "big baby" Davis á undirbúningstímabilinu, með 20 stig hvor.
Dallas Mavericks 94-105 Miami Heat
Tvíekið ógurlega í Miami lét ríkjandi meistara Dallas ekki slá sig útaf laginu og hreinlega völtuðu yfir meistarana á tímabili. Lebron james og Dwayne Wade settu samanlagt 63 stig á meistarana sem höfðu fá svör og náðu ekki að minnka niður forskotið fyrr en leikurinn var svo gott sem búinn. Jason Terry var stigahæstur í liði Dallas með 23 stig en næstur var Dirk Nowitzki með 21 stig.
LA Lakers 87-88 Chicago Bulls
Chicago sem flestir spá mikili velgengi í ár með Derrick Rose í fararbroddi voru í töluverðum vandræðum með Lakers. Bulls höfðu frumkvæðið framan af fyrrihálfleik en í seinni hálfleik snérist leikurinn alveg við. Lakers virtust vera með unnin leik í höndum sér með 10 stiga forskot og 4 mínútur eftir. Bulls tók það hins vegar ekki í mál og komu sér aftur inní leikinn. Þegar 4,8 sekúndur voru eftir setti Derrick Rose niður glæsilegt "hook" skot sem kom Bulls einu stigi yfir. Lakers settu boltan í hendurnar á Kobe fyrir seinustu sóknina en Luol Deng varði skotið og úrslitin þar með ráðin. Derrick Rose var stigahæstur í liði Bulls með 22 stig en næstur var Luol Deng með 21 stig. Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 28 stig en næstur var Pau Gasol með 14 stig og 8 fráköst
Oklahoma Thunder 97- 89 Orlando Magic
Dwight Howard er ennþá leikmaður Orlando þrátt fyrir endalausar sögusagnir um möguleg skipti á honum til Lakers eða New Jersey Nets. Howard tókst ekki að láta til sín taka í sóknarleiknum en hirti þó 15 fráköst ásamt stigunum 11 sem hann skoraði. Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum að vanda og skoraði 30 stig ásamt 6 stoðsendingum og 5 fráköstum. James Harden sem menn keppast um að lofa sem næsta 6th man of the year kom sterkur af bekknum og skoraði 19 stig ásamt því að hirða 6 fráköst. Ryan Andersson var besti maður Orlando með 25 stig í leiknum en hann setti 6 þrista í 12 tilraunum. Næstur á blað var Jameer Nelson með 18 stig og 6 stoðsendingar.
Golden State Warriors 86- 105 Los Angeles Clippers
Heitasta liðið í NBA í dag, Clippers, voru ekki í vandræðum með Golden State í nótt og unnu öruggan 19 stiga sigur. Miklar vonir eru bundnar við Clippersliðið með Blake Griffin og Chris Paul í broddi fylkingar og margir sem spá þeim langt í ár. Blake Griffin var stigahæstur í liði Clippers í kvöld með 22 stig og 7 fráköst en næstir á blað voru bakverðirnir Chris Paul, 20 stig og 9 stoðsendingar, og Chauncey Billubs, 21 stig og 5 fráköst. DeAndre Jordan lét mikið fyrir sér fara í varnarleik Clippers og varði hvorki fleiri né færri en 8 skot. Hjá Golden State áttu þeirra bestu menn ekki sinn besta leik en Stephen Curry er að jafna sig á meiðslum og Monta Ellis fann sig ekki í sóknarleiknum. David Lee var stigahæstur með 21 stig og 12 fráköst en næstir voru Monta Ellis með 15 stig og Brandon Rush með 12 stig.